júní 29, 2004

hárið

Nú er verið að sýna söngleikinn Hárið og ég verð nú að segja að mig langar óendanlega mikið. Man þegar þetta var sýnt fyrir "örfáum" árum og ég steig mína frumraun í að fara ein í leikhús með Sigrúnu vinkonu minni úr götunni.
Fyndið hvað sumar minningar geta verið pikkfastar í hausnum á manni, ég man meira að segja hvar ég sat í Óperunni..líklega verstu sætin í húsinu og sérstaklega fyrir eina sem var ekki í hærri kantinum. Það skipti samt engu máli því ég man ekkert nema það að ég var í sæluvímu og líklega með massa harðsperrur í hálsinum því ég þurfti að gæjast upp fyrir manninn fyrir framan mig til að sjá. Greinilegt að þetta skipti ekki miklu því ég tók upp lögin á kassettu... smellti í hvíta litla kassettutækið og gólaði eins og vitleysingur..
allavega, þá er ég greinilega eitthvað spennt fyrir að fara og sjá þetta stykki enda heyrði ég eitt lagið hérna í mekka Orkuveituhússins og leist bara vel á:) held ég fjárfesti frekar samt í geisladisk í þetta skiptið.

Spilaði scrabble í gær fram á kvöld... fyndið hvað ég er léleg í svona spilum.. þarf að fara að æfa mig að leysa krossgátur svo ég geti unnið Rocky;) metnaðurinn í spilameðlimum var ógurlegur sem þýðir bara eitt ég þarf að herða mig og taka leynilegar æfingar..jafnvel slá á þráðinn til Hönnu Mæju!
...hey... hver getur sagt mér hvort hýsun sé íslenskt orð??

ps. mig langar í crunch... með engri karmellu... :)

farin að fá mér að spise

hil og dur

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hil&Dur! Ég er búin að segja þér það að "Hýsun" er ekki til í íslenskri málfræði. Get the point?:Þ

Rocky.

29. júní 2004 kl. 14:28  

Skrifa ummæli

<< Home


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér