september 05, 2004

Nyhavn..

Sunnudagur í eintómri sælu..

Veðrið er frábært eins og síðastliðna daga, ákveðið hefur verið að skella sér niður í bæ, finna stóran garð.... leggjast þar í góðu yfirlæti með eitt stykki danskt tímarit og ölkrús. Svo mun Nyhavn vera næsti viðkomustaður þegar nær dregur kvöldinu.... þar munu nokkrir góðir Íslendingar vera á svæðinu:) soldið fyndið hvað það eru margir hérna...

Rakst einmitt á Maríu úr Funafoldinni hér á fimmtudaginn fyrir utan CBS þar sem ein stærsta röð hafði myndast inn á kaffihúsið/pöbbinn sem er staðsett innan veggja skólans... stelpan mætt í skiptinemaprógram... endaði með okkur á rölti milli staða! Hittum svo fleiri Íslendinga þetta sama kvöld...Rósu Kaupmannahafnarmær sem var mætt á svæðið eftir að hafa verið stoppuð af löggunni út af luktarlausu hjóli heheheh... Gumma ofurteningasnúara úr 3-I... Helga Pál...Telmu... Hörð úr 3-I...Beta thi og hennar spúsi ásamt fleiri vinum þetta var soldið skondið að sjá hversu margir voru samankomnir á einn stað... Þessir ásamt fleirum góðum Íslendingum sötruðu öl og nutu lífsins...

hætt í tölvunni... farin út í sólina...

sól úti..sól inni...sól í sálu minni;)

Hillan


jæja..

2 Comments:

Blogger Ása Björg said...

Ég öfunda ykkur svoooo að vera í Kaupmannahöfn ! Hlakka svooooo til að koma eftir 2 vikur í heimsókn :) Hafðu það gott og njóttu þess að vera þarna.....Kys og kram frá Ásu :)

6. september 2004 kl. 23:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Svankiló litla er orðin doldið öfundsjúk!!! vá ég er reyndar að deyja úr öfundsýki!! hvað segiru...er eitthvað gott hoppufargjald í gangi??? spurning um að kíkja á skvísuna í vetur? þetta er pæling, virkilega góð pæling...jæja yfir og út....rigning úti, rigning inni, rigning í hjarta mínu enda föst á klakanum :/ :) p.s óska eftir fleiri myndum, þú veist hvað mér finnst gaman að skoða myndir :)

7. september 2004 kl. 16:09  

Skrifa ummæli

<< Home


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér