september 04, 2004

Tómatar eru ágætir

Sólin skín... og hversu frábært er þá að leggjast út á svalir og ná sér í nokkra geisla nartandi í saltstengur og melónur í millitíðinni! Hlusta á fallega ljósanæturlag Veddarans sem og aðra gullmola! Svona á að hafa það í góðu veðri í Kaupmannahöfn.
Í miðjum "gera sem minnst" tímanum mínum heyrði ég óm frá stelpu á hjóli sem söng hástöfum með tónlist sem hún hafði í eyrunum! verð að segja að ég hef heyrt þær betri .... en þetta kalla ég að gefa skít í allt ..!!! heheheh gott hjá henni!!!!:)

Er farin að læra að borða hinar ýmsu fæðutegundir.... get stært mig að því að vera orðin formleg tómataæta... þó ég geti nú ekki sagt að tómatar fari þá strax í topp 5 heldur meira svona borða til samlætis öðrum... það er ekki verra er það nokkuð?
Svo er alltaf jafn gaman og eiginlega jaðrar við rómantískt að fá sér smá Coco Pops í tilefni þess að það er laugardagur... hnje hnje hnje

The Flints ættu nú að vera á leið úr sólinni eða ætti ég kannski að segja hvirfilbylnum á Florida! Búin að spila golf daginn út og inn ásamt góðum vinum og "litla" Svæsa ofurgítarspilara:) Það sem þetta fólk getur endalaust dundað við þetta sport... já ég veit ég ætla að gefa þessu séns... og ég geri það... bara spurning hvort ég festist þá ekki bara við golfkylfurnar og það yrði nú leiðinleg sjón!?? maður verður að passa sig á svona hlutum..

Stelpulingarnir voru að koma heim í svítuna með dvd mynd og snakk... það stefnir í chill kvöld... þar sem kvöldið í gær gerir enn vart við sig og sumir í svítunni hafa náð sér í hálsbólgu og kvef.... tærnar upp í loft takk....

Endir á chilldegi að hætti Hillunnar....

Hil&dur


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að þú hefur það gott dúllan mín :) Vonandi verður þú ekki veik líka....ég rakst á Evu með Phille um daginn og verð að segja að mér líst bara ágætlega á strákinn ;)very good!! jæja heyri í þér dúllan mín, knúsar og kossar frá Svankilónni :)

4. september 2004 kl. 21:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ skvísípæ..... Ég og gumms situjum hérna slefandi að lesa bloggið þitt.... enda kannski ekki skrítið þar sem að gummi er nú bara á leiðinni 17.sept til köben og svo kannski kannski kannski mín í okt...???? you've got mail honny....

bleeeeesssóo

4. september 2004 kl. 22:07  

Skrifa ummæli

<< Home


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér