desember 13, 2004

Í rauðbláum húmi..sólin sest niður..yfir sjónum er miðnæturfriður

Hamingja hamingja.... hversu yndislegt fyrirbæri er það;) Jólin að koma og ég er þvílíkt jólabarn! Finn það með hverju árinu hversu yndislegur tími jólin eru.....og það er eitt af fáum hlutum sem dregur mig heim á leið....

Erum að upplifa síðustu dagana okkar hérna við Sparresholmvej og nú þegar búnar að skipuleggja í hverju við ætlum að fara heim....jebb.... það verður eitt stykki kápa... eitt stykki leðurjakki.... tvö stykki peysur.... eitt til tvö stykki bolur.... líklega bara í einu stykki buxum....en jafnvel í fimm pörum af sokkum.... veit ekki hvernig nærfatamálin þróast en g-strengjum verður troðið í alla vasa...Býst við að Eva verði í svipuðum gír;) svo fylgir náttúrulega eitt stykki trollítaska...og jafnvel STÓR bakpoki með öllu skóladótinu;) (maður gerir allt til að losna við yfirvigt..læri loksins af biturri reynslu) ég er eiginlega farin að hlakka til að rúlla hlæjandi út úr húsinu...þó með trega því hversu yndislegur tími hefur þetta verið.... Því miður kemur Lísa skvísa ekki samferða okkur en hún má búast við símhringingum með góðum lýsingum;) Því ef ég þekki moi og Slefu rétt þá sé ég fram á einhverjar skitusögur... jafnvel spurningar eins og "er þetta forsoðið" eða bara staðhæfingar "þetta er ekki forsoðið"....hver veit veit sína ævi fyrr en öll er.....??

Mér finnst samt tíminn hafa í orðsins fyllstu merkingu flogið en það er eitt víst eins og ein merkileg kona sagði mér í maí...þú átt eftir að brosa út að eyrum og tilbaka næstu jól.....og það virðist vera að rætast;) þannig að ef þið rekist á eitt stykki ljóshærða píu eftir 18 des....með góminn fjúkandi í allar áttir þá getið þið sagt velkomin heim Hilla......og ég skal reyna að smella kossi á kinnina á ykkur :)

God jul....

kramar

Hillapilla

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega er ég sammála þér hvað tíminn hefur flogið. Ég er eiginlega bara með hnút í mallanum einsog er, og þó er vika í heimferð hérna megin!

Þetta er búið að vera æðislegur tími- en allt gott verður víst að taka enda :( En hinsvegar getur það verið rétt að betra er að yfirgefa pleisið meðan allt er enn skemmtilegt því þá lifa góðu minningarnar lengur....

Góða ferð heim! (þ.e ef ég tala ekki við þig áður) Það er allt bara í próflestri hérna megin.....

erladögg

14. desember 2004 kl. 12:16  

Skrifa ummæli

<< Home


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér