nóvember 12, 2004

drullusokkur

Bronshæðin er falleg og á henni situr hús sem er frekar látlaust en hefur lifað dagana tvenna. Hefur hýst líklega nokkrar kynslóðir af fólki og staðið vel undir væntingum.... Við stelpurnar erum allavega ekki að kvarta og njótum þess yfirleitt að vera heima í ullarsokkum með kertaljós og rauðvín..ekki slæmt;) Nema hvað... fannst mér ekki tilvalið að taka mig til og þrífa aðeins baðherbergið þar sem Anný vinkona Ebbu slebbu ætlaði nú að kíkja yfir helgina .... ekki verra að sýna fram á snyrtilegt baðherbergi:) Tek ég mig til og svúbba upp grænum gúmmíhönskum sátt að vera laus við að koma við fjandann sem ég ætlaði að ráðast í .....

Byrja rólega á vaskinum...ekkert vesen þar á ferð.... sulla svo einhverri klósettsápu um allt klósettið..og ætla að leyfa því að liggja þar aðeins í góðu yfirlæti.. stefni svo á baðið okkar....! Baðið er eins og hvert annað bað.... stórt og mikið sem er reyndar sérstakt hér í landi bauna...og við mjög sáttar með það:) byrja ég að úða hreinsefni um allt baðið....skrúbba og skrúbba, ekkert smá ánægð með lífið...sé svo þegar ég skrúfa frá vatninu að það á eitthvað erfitt með að svamla niður niðurfallið.... hvur fjandinn... einhver stífla eins og á það til að gerast með vaskinn....og nú komið í helv.. baðið??&3"6g(/5 djöfull.... þoli ekki stíflur.... !!! Fæ ég ekki allt í einu hugljómun... DRULLUSOKKURINN.... mundi ég ekki eftir að við áttum rykugan drullusokk undir vaskinum.... sem leit út eins og slökkvitæki... já... frekar spes drullusokkur þar á ferð...með svona hálfgerðri pumpu.... gríp ég ekki gripinn með fallegu grænu gúmmíhönskunum... smelli DRULLUSOKKNUM yfir niðurfallið ....og gríp í handfangið og byrja að pumpa!! Hugsa með mér: þetta er ekkert mál...af hverju var maður ekki búinn að gera þetta fyrr.... og þrýsti í sömu andrá niður handfanginu.... kom ekki þessi hrikalegu læti undan baðinu.... lengst neðan ég veit ekki hvaðan.... og sé ég ekki einhverja stóra klessu koma svífandi í átt til mín..... og gerir sér lítið fyrir og lendir beint á enninu á mér!!!!! Þarna var á ferðinni
svört hárlufsuklessa ....blönduð vatni, gömlu sjampói og hver veit hverju fleiru? langar eiginlega ekki að vita það!!!!... líklega hár frá fólkinu sem bjó hérna fyrir 30 árum..... ULLABJAKK...... þetta lyktaði illa.......

Þetta var sem sagt svaðilför dagsins.... pant ekki lenda í þessu aftur:/

Hilla drullusokkur.....

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

...oj oj oj oj kúgast kúgast kúgast æl æl æl.... eins gott að ég var ekki heima, það hefði liðið yfir mig ;)
ég er samt stollt af þér krúslan mín, veit ekki hvar ég væri án þín ;)
tja
lísan

12. nóvember 2004 kl. 21:32  
Blogger Bærings said...

Manstu þegar ég var að blogga um klósetthreinsunina mína? Það var ástæða fyrir því að ég fór ekki út í smáatriðin.... ojojoj

13. nóvember 2004 kl. 00:13  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha og hildur skeit á sig aftur??? hehe

farðu bara í sturtu áður en þú kíkir yfir, nenni ekki að hafa þig með gamla, svarta, illa lyktandi hárklessu :)

hilsen,
steina kleina

14. nóvember 2004 kl. 12:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá Hildur... þetta var náttúrulega bara fyndið :).. úff hvað ég sé þetta fyrir mér í slow motion :)... hárklessan á leiðnni upp á ennið með tilheyrandi hljóði og svo splassast hún á ennið á þér :)... hahahahaha

16. nóvember 2004 kl. 08:55  

Skrifa ummæli

<< Home


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér