september 27, 2004

Efterår...

Haustið er mætt á svæðið....rauð og gul laufblöð út um allt...kannast einhver við þessa sjón?

Mánudagurinn tekinn snemma.. moi og Evan hlaupum út á síðustu mínútunni... smellum lásnum af (já er með lás!!!) og brunum niður Sparresholmvej..og rétt náum að hoppa inn í strætó... svona er þetta soldið oft.... heheheheh fengum meira að segja komment frá bílstjóranum um daginn að við ættum að leggja fyrr af stað að heiman .....:/ Hittum hópinn okkar niðrí skóla.. og skipulögðum Project 4 sem verður massað núna á næstu 10 dögum þar eð fram að haustfríi...nokkuð góð regla sem er hérna í Danaveldi... haustfrí í rúma viku... þetta mætti nú taka til fyrirmyndar;)
VIPP hið skemmtilega ruslafötufyrirtæki verður viðfangsefnið í projectinu! Góður Íslendingahópur þannig að við ættum ekki að vera í vandræðum með misskilning eða annað sem á það til að gerast í svona alþjóðlegum hópum! Það er hér með staðfest að hægt er að skrifa frekar steikta sögu um bekkinn okkar... fengum eiginlega sjokk og hláturskast að hætti Evu þegar einn
bekkjarbróðir minn frá Ghana fór að segja hina daglegu sögu af sjálfum sér ....svona öllu gríni slepptu þá á maður til að fá netta ræpu yfir þessu fólki! babblandi um allt og ekkert og kennarinn hlustar af öllu hjarta (því tjáning er svo rosalega mikilvæg) á meðan þeir sem sjá að þetta hefur ekkert með kennsluefnið að gera stara út í loftið og bíða eftir að bjallan hringir.....

Ragna sys og spúsinn hennar hann Ragnar...fóru heim á leið í gær... eftir nokkurra daga heimsókn...mikið verslað...túrhesturinn tekinn! takk fyrir komuna sæta sys... savne dig lige nu...snurf snurf

úff.... vorum á leið heim með strætó í dag... og það sat eldri maður fyrir aftan okkur sem stinkaði svo rosalega að ég hef sjaldan fundið verri lykt! Eva Ósk..þér hefði sko blöskrað ..hehehe hvernig er hægt að lifa í svona myglusvaði...?? Við héldum í okkur andanum á milli stoppustöðva og það mátti glitta í litla nasavængi við strætóhurðina við hvaða tækifæri sem gafst! greyið kallinn....


Drakk minn fyrsta formlega kaffibolla í dag... Kaffi latte með karmelluhunangi! Rakel.... aldrei að vita nema maður taki einn kaffi á þetta við heimkomuna! en þó verð ég að segja að wet titties hafi smakkast aðeins betur...hnjehnjehnje

farin að læra.... kominn tími til;)

ps... Brynkini mín... ég get sko alveg hjálpað við nafnavalið;) bara kallar og ég mæti með listann....

Hilla pilla


5 Comments:

Blogger Hildur said...

....ef Evu Ósk blöskrar gamlamannafýla þá er sko mikið sagt.....

27. september 2004 kl. 16:53  
Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ sys takk kærlega fyrir mig ég skemmti mér konunglega..:)..vildi bara vera lengur:( jæja var samt í þessu stæ prófi í dag..gekk ekkert rosa vel en shit happens!! Er svo bara að fara hella mér í lærdóminn þegar ég hætti að skoða þennan veraldarvef..en heyrumst bleble luv Ragna xxx

27. september 2004 kl. 17:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe..Hildur þú lætur mig líta út sem e-n gamalmennalover...hehe ;) neinei..en ég veit að ég er sjúk í gamla kalla!! þeir eru svooo sætir...en ekki ef það er ógeðsleg lykt af þeim..ojjjj ;)
Hey ég er líka orðin svona menningarleg að byrja að drekka kaffi..það gengur soldið illa..mér finnst þetta ekkert voða gott..hef hingað til aðeins prófað Swiss mokka..og mér finnst að þeir mættu setja aðeins meira kakó útí til að dempa kaffibragðið..hehe ;)lærði þetta hjá honum Philla mínum ;)
Allavega..knús my Hill...saknar dig jätte mycket!! :)

28. september 2004 kl. 10:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hildur, Svanhildur hér...mig langaði bara að segja hæ og gangi þér vel með verkefnið...p.s það er ljótt að gera grín að fólki frá Ghana - pældu í hvað hann er að blogga um þig...einhver skrítinn eskimói sem að enginn skilur hehehe....nei segi svona...en hvernig er það...við vorum að reyna að hringja í þig í afmælinu hennar Hrafnhildar en náðum ekki í þig...ertu ekki með neinn síma þarna?? jæja hættessu blaðri....see you sooner than later xxx

29. september 2004 kl. 11:25  
Blogger Hildur said...

eskimoinn svarar: heheheh, ja hann gæti nu verid ad blogga um mig og mina servisku!! en eins og eg segi... tid ættud bara ad sitja eitt stykki tima og ta sjaid tid hvad eg meina...ps..er med danskt numer..og mer er svo sem alveg sama to eg birti tad her a veraldarvefnum...23312032...endilega hringid a næsta blackout djammi;)

29. september 2004 kl. 12:16  

Skrifa ummæli

<< Home


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér