desember 14, 2004

farvel...alt vel

Ætla að kveðja hér með úr landi Bauna.... fram að heimför verður undirrituð frekar upptekin við lestur...próffjanda og rauðvínssötr þess á milli....

Veit ekki hvernig þróunin á þessu yfirgengilega spennandi eða á ég kannski að segja useless info síðu verður eftir heimkomuna?!?! en aldrei að vita nema maður lendi í einhverju æsispennandi og krassandi eins og detta á hausinn....fá hárlufsuklessur í andlitið eða bara hverju sem er....þá kannski drita ég því hér niður á blað? sjáum hvernig landið liggur....;)

Þess vegna finnst mér tilvalið að segja.......

Gleðileg jól gott fólk, frábært nýtt ár og takk fyrir það gamla!


Auf wiedersehen..hejhej

H i l d u r

desember 13, 2004

Í rauðbláum húmi..sólin sest niður..yfir sjónum er miðnæturfriður

Hamingja hamingja.... hversu yndislegt fyrirbæri er það;) Jólin að koma og ég er þvílíkt jólabarn! Finn það með hverju árinu hversu yndislegur tími jólin eru.....og það er eitt af fáum hlutum sem dregur mig heim á leið....

Erum að upplifa síðustu dagana okkar hérna við Sparresholmvej og nú þegar búnar að skipuleggja í hverju við ætlum að fara heim....jebb.... það verður eitt stykki kápa... eitt stykki leðurjakki.... tvö stykki peysur.... eitt til tvö stykki bolur.... líklega bara í einu stykki buxum....en jafnvel í fimm pörum af sokkum.... veit ekki hvernig nærfatamálin þróast en g-strengjum verður troðið í alla vasa...Býst við að Eva verði í svipuðum gír;) svo fylgir náttúrulega eitt stykki trollítaska...og jafnvel STÓR bakpoki með öllu skóladótinu;) (maður gerir allt til að losna við yfirvigt..læri loksins af biturri reynslu) ég er eiginlega farin að hlakka til að rúlla hlæjandi út úr húsinu...þó með trega því hversu yndislegur tími hefur þetta verið.... Því miður kemur Lísa skvísa ekki samferða okkur en hún má búast við símhringingum með góðum lýsingum;) Því ef ég þekki moi og Slefu rétt þá sé ég fram á einhverjar skitusögur... jafnvel spurningar eins og "er þetta forsoðið" eða bara staðhæfingar "þetta er ekki forsoðið"....hver veit veit sína ævi fyrr en öll er.....??

Mér finnst samt tíminn hafa í orðsins fyllstu merkingu flogið en það er eitt víst eins og ein merkileg kona sagði mér í maí...þú átt eftir að brosa út að eyrum og tilbaka næstu jól.....og það virðist vera að rætast;) þannig að ef þið rekist á eitt stykki ljóshærða píu eftir 18 des....með góminn fjúkandi í allar áttir þá getið þið sagt velkomin heim Hilla......og ég skal reyna að smella kossi á kinnina á ykkur :)

God jul....

kramar

Hillapilla

desember 05, 2004

cha cha cha

Sunnudagur....úff hversu latur er hægt að vera:/ byrjaði daginn á því að vakna seint... en fékk flugelda í rassinn og tók smá þrifasession eftir smá stelpuskrall hér í gærkvöldi ...getið kíkt á síðuna hennar Lísu, hún er með fantagóða lýsingu á kvöldinu:)

Svo er Helga frænka búin að vera í besøg hjá mér og við tókum góðan sunnudagsgöngutúr... komum við í bakaríinu og komum heim með trekant og súkkulaði...heheh jammí jamm.. en svooo eftir þetta er eins og allt loft hafi farið úr blöðrunni...Helga farin...og ég bara ekki að nenna að gera neitt af viti...td.væri gott að læra..!! hhuumm, hafið þið séð blöðru læra???

Átti góðan dag í gær.... Alex frændi og Ragna dansdaman hans voru að keppa í Norður-Evrópumeistaramóti í dansi sem var haldið hérna:) komust á verðlauna pall og allt, ekki var ég lítið stolt.... og fékk eiginlega smá dansfiðring... kom heim og breikaði með Heiðu í tilefni dagsins og cosmo stelpukvölds...var samt ekki alveg með etta fágaða yfirbragð.. svona professional....en æfingin skapar meistarann er mér sagt;) ...einn tveir cha cha cha


.... en þetta kalla ég fágað yfirbragð:)



mjög svo gaman, mjög svo flott....

bless kex....

Hilla pilla




desember 03, 2004

IDOL

Í kvöld er Idol heima á fróni.....og þið sem skoðið þetta..eruð heppin ef þið fylgist með í kvöld:) því Guðrún Birna er að keppa og það yrði nú ekki verra ef þið mynduð smella nokkrum atkvæðum á skvísuna:) svo á hún líka afmæli...vííí

Hey annars...er fullt/ekkert að frétta og ég að hefja hinn skemmtilega próflestur...

Fjölskyldumeðlimir úr öllum áttum að koma við í Köben.... skemmtileg helgi framundan...;)

úff...hvað ég nenni ekki að blogga...

ok bæ

Hildur



nóvember 21, 2004

jólahvað...

Burrrr...það er byrjað að snjóa í Baunalandi...og maður er eiginlega að detta inn í jólagírinn! jólin jólin allstaðar... Julefroskost með bekknum okkar var haldið í gærkvöldi... verð að segja að "furðubekkurinn" okkar kom skemmtilega á óvart... hló allt kvöldið...plötuðum flesta að taka Brennivínsstaup og buðum upp á hangikjöt með:) ekki slæmt... Á boðstólum var matur frá öllum heimsálfum...og ég varð ekki fyrir vonbrigðum...svona kvöld sitja eftir í langan tíma....:) smakkaði samt eitthvað Aalborg snafs helv.... fjandi var það sterkt... logaði í munninum og alveg ofaní háls...:/ varð bara að taka í samlæti við einn bekkjarbróðir minn sem var í Tuborg jólaskyrtu... ekki hægt að neita svona mönnum...hey Steina, get ég átt von á þessu hos dig? hnjehnjehnje

Var boðið á frumsýningu á Galskab á föstudagskvöldið, mjög svo flott leikriti....skippaði Bridget Jones ofurstelpuleiðangri fyrir þetta líka skemmtilega stykki!! Allt reyndar á dönsku en náði svona megininnihaldinu;) skemmtilega upp sett og hugmyndin mjög góð enda íslenskt "yfirbragð" þar sem Egill Pálsson leikstjóri átti hlut að máli. Endaði allavega með banana í annarri hendi í miðjum gúmmíbát með stórt jólatré fyrir framan mig ásamt öllum hinum áhorfendunum!! mæli með þessu....

... sá nokkuð góða hugleiðingu hjá Veddaranum...
Do not try to be all things to everyone. Be content to be yourself to yourself
....þetta er eitthvað sem maður á að lesa oftar en einu sinni:)

jeessss.... Steina...bara 3 dagar:) vúhú
farin...bæ
Hildur





nóvember 12, 2004

drullusokkur

Bronshæðin er falleg og á henni situr hús sem er frekar látlaust en hefur lifað dagana tvenna. Hefur hýst líklega nokkrar kynslóðir af fólki og staðið vel undir væntingum.... Við stelpurnar erum allavega ekki að kvarta og njótum þess yfirleitt að vera heima í ullarsokkum með kertaljós og rauðvín..ekki slæmt;) Nema hvað... fannst mér ekki tilvalið að taka mig til og þrífa aðeins baðherbergið þar sem Anný vinkona Ebbu slebbu ætlaði nú að kíkja yfir helgina .... ekki verra að sýna fram á snyrtilegt baðherbergi:) Tek ég mig til og svúbba upp grænum gúmmíhönskum sátt að vera laus við að koma við fjandann sem ég ætlaði að ráðast í .....

Byrja rólega á vaskinum...ekkert vesen þar á ferð.... sulla svo einhverri klósettsápu um allt klósettið..og ætla að leyfa því að liggja þar aðeins í góðu yfirlæti.. stefni svo á baðið okkar....! Baðið er eins og hvert annað bað.... stórt og mikið sem er reyndar sérstakt hér í landi bauna...og við mjög sáttar með það:) byrja ég að úða hreinsefni um allt baðið....skrúbba og skrúbba, ekkert smá ánægð með lífið...sé svo þegar ég skrúfa frá vatninu að það á eitthvað erfitt með að svamla niður niðurfallið.... hvur fjandinn... einhver stífla eins og á það til að gerast með vaskinn....og nú komið í helv.. baðið??&3"6g(/5 djöfull.... þoli ekki stíflur.... !!! Fæ ég ekki allt í einu hugljómun... DRULLUSOKKURINN.... mundi ég ekki eftir að við áttum rykugan drullusokk undir vaskinum.... sem leit út eins og slökkvitæki... já... frekar spes drullusokkur þar á ferð...með svona hálfgerðri pumpu.... gríp ég ekki gripinn með fallegu grænu gúmmíhönskunum... smelli DRULLUSOKKNUM yfir niðurfallið ....og gríp í handfangið og byrja að pumpa!! Hugsa með mér: þetta er ekkert mál...af hverju var maður ekki búinn að gera þetta fyrr.... og þrýsti í sömu andrá niður handfanginu.... kom ekki þessi hrikalegu læti undan baðinu.... lengst neðan ég veit ekki hvaðan.... og sé ég ekki einhverja stóra klessu koma svífandi í átt til mín..... og gerir sér lítið fyrir og lendir beint á enninu á mér!!!!! Þarna var á ferðinni
svört hárlufsuklessa ....blönduð vatni, gömlu sjampói og hver veit hverju fleiru? langar eiginlega ekki að vita það!!!!... líklega hár frá fólkinu sem bjó hérna fyrir 30 árum..... ULLABJAKK...... þetta lyktaði illa.......

Þetta var sem sagt svaðilför dagsins.... pant ekki lenda í þessu aftur:/

Hilla drullusokkur.....

nóvember 09, 2004

en öl...

skítkalt í húsinu... 2 ofnar af 7 eru bilaðir.. burrrrrr það er kalt....svaf í sokkum í nótt....:/ táslurnar á mér eru alltaf kaldar en í svona kulda (sem verður meiri næstu vikur, sjitt) verða þær máttvana og bláar sem er ekki þægilegt né skemmtilegt á að líta...

moi og Ebba að reyna að gera drepleiðinlegt verkefni...skortir einbeitingu....

hvað gera menn þá?

.... opnum ískápinn og yljum okkur við BJÓR....

erum því að sötra...og rifja upp gömlu frímúraraböllin:) vorum þar í góðu yfirlæti án þess að vita af hvor annarri...
tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri..beygja arma rétta arma klappi klappi klapp.... nýjustu fréttir herma að söngvari jólabandsins sé enn að.... hann hlýtur að vera orðin alveg gráhærður núna...:)

skál

Hildur


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004