ágúst 29, 2004

Sushi & cosmo...

Frænkuheimsókn, cosmopolitan á mánudegi og verslunarleiðangur sem endar á Sticks & Sushi er ekki slæmt! Helga frænka kíkti við í svítunni við Sparresholmvej ásamt góðri vinkonu henni Rósu Kaupmannahafnarmær! Elduðum dýrindis fjólubláan kjúkling og tilheyrandi meðlæti. Ekki veit ég hver átti hugmyndina að því að blanda rauðvíni við kjúllann litla en hann varð ekki slæmur fyrir vikið enda í anda þessarar heimsóknar góðrar frænku og vinkvenna:)

Vikan leið hratt, stundataflan orðin klár og við Slebban tilbúnar með stóra bakpoka á bakinu eftir sjóræningjacópíur af öllum bókunum okkar og strætópassann í annarri... í næstu viku verður þó bakpokinn skilinn eftir heima þar sem það verður svokölluð "kynningarvika" haldin í skólanum....THÍ ætti kannski að taka þetta til fyrirmyndar?? öl öl öl... hnje hnje hnje

Enn bætist í svítuna hérna í húsi Guðföðursins á móti sultugerðinni... þegar moi og Eve fórum okkar jómfrúarferð á flugvöllinn og sóttum þriðja svítubúann.... hana Lísu skvísu! hlunkuðumst við heim á leið með farangurinn og við tók sightseeing tour um nýju heimkynnin hennar... ekki slæmt, ekki slæmt.... Guðfaðirinn tók vel á móti henni í glugganum í lille herberginu í svítunni sem er hhuumm.. á annarri hæð! Rétti hann okkur þá ryksugu sem hann sagðist nú bara þurfa að fá lánaða öðru hvoru.... soldið skondin sjón að sjá kallinn í stiganum með ryksugu í annarri og hamar í hinni.... gullmoli þessi maður! Við vorum voða góðar og buðum honum upp á melónur og appelsínur þar sem kallinn var að laga gluggalinginn....

Farin að taka til ....

alt vel ...farvel

Hil&dur

ágúst 22, 2004

Plóman

..Danaveldi..
Sit hérna í einu herbergi í nýju fallegu og litríku (vægt til orða tekið) íbúðinni sem við leigjum hérna í Köben nánar tiltekið við Sparresholmvej... Erum komnar með tölvuapparatið í gang og þráðlaust net beint í æð. Guðfaðirinn eða nánar tiltekið Jacek pólski maðurinn sem býr á neðri hæðinni sem leigði okkur þessa íbúð er búinn að vera svo hjálplegur að manni líður bara eins maður hafi búið hérna í nokkur ár... Fyrsti skóladagurinn okkar var á miðvikudaginn og bauðst hann til að skutla okkur áður en hann hélt í vinnuna.... og í þokkabót kom boð um að fá bílinn lánaðann ef hann væri ekki að nota hann sjálfur! ég hef sjaldan kynnst annarri eins góðmennsku... :) Það tekur okkur u.þ.b 20 min í strætó að komast niður í miðbæ og þar er skólinn staðsettur rétt fyrir ofan Strikið... ekki leiðinlegt að rölta um og skoða mannlífið í pásum og eftir tíma! Lentum á smá skralli á miðvikudagskvöldið þar sem við ætluðum rétt að kynna okkur umhverfið... fórum á Stúdentahúsið þar sem Kaupmannahafnarháskólinn var með eitthvað húllumhæ... þar tók við smá öl og spjall på dansk.... Kynntumst góðu fólki sem var líka boðið og búið til að hjálpa okkur að kynnast Köben eins og hún virkilega er! Áttum erfitt með að mæta í skólann daginn eftir vegna þreytu.... en það gerist ekki aftur... hhuummm
..Plóman..
Drösluðumst snemma á lappir í gærmorgun til þess að fara á hjólauppboð hjá löggunni hérna í hverfinu... mættum með stírurnar í augunum ofurspenntar um að fá nýtt farartæki í hendurnar.... merktum við nokkuð hjól sem okkur leist á og svo byrjaði uppboðið.... kallinn gargaði tölur og allir lyftu hendinni til skiptis.... Við komumst þó að því að við settum markið aðeins of hátt... greinilega vanar of góðu! þar sem þau hjól sem við merktum við voru boðin upp á yfir 10000 isk sem var aðeins og mikið fyrir okkur fátæku námsmennina:) Tvær grímur voru farnar að renna á mína og ég var orðin stressuð um að fá ekkert út úr þessari ferð til löggunnar... Skondið samt hvað allir voru ánægðir með sitt þó sumir gripirnir væru að detta gjörsamlega í sundur... fannt soldið fyndið að heyra einn segja ... now I´m lucky þegar einn gripurinn hafði verið sleginn sem hans eign. Við horfðum á eftir öllu fallegu Mary Poppins hjólunum og eftir sátu ryðguð hræ eins og Íslendingar myndu orða það. Við enduðum á því að koma (reyndar mjög ánægðar með okkar) út úr salnum með tvö rauð ryðguð hjól sem varla var hægt að ýta áfram vegna ryðgaðrar keðju og loftlausum dekkjum....Við héldum heim á leið með hjólin í eftirdragi og skírðum þau formlega Plómuna og Rauðu eldinguna.... Þegar heim var komið tók Guðfaðirinn á móti okkur með olíu og hjólapumpu og viðgerðir hófust.... ! Í tilefni þess að við gátum hjólað gripunum fórum við í betri fötin og skelltum okkur í hjólatúr niður í miðbæ til að fá okkur að borða! ferðin lengdist og garnagaulið jókst.... við tókum óvart einhverjar vitlausar beygjur og enduðum á því að mæta á ráðhústorgið 45 min seinna....! Kaffihúsin voru búin að loka eldhúsunum og enduðum við á því að parkera hjólunum og fara á McDonalds.... röltum svo á kaffihús og fengum okkur ölkrús þangað til þreytan fór að segja til sín! Tókum við stefnuna á nýju farartækin okkar..... nema þá var einhver búin að taka litlu Plómuna mína.... ég sem hélt að ENGINN myndi vilja eignast þennan grip.... þó ég væri nú búin að sjá hvaða innri mann það hafði að bera.... Ég veit... vorum ekki með lás... gátum bara ekki trúað okkar eigin augum! Við sem höfðum séð að yfir 70% af öllum hjólum í miðbænum voru látin vera ólæst....!!!! en maður lærir af reynslunni og hver veit nema maður finni sér aðra plómu með fallegt hjarta....???
Nú eru komnar nokkrar myndir inn og meðal annars af fallegu plómunni sem er sárt saknað, þannig að ef þið heyrið frá henni segið henni að hringja heijm....
...en kveð í bili ...
Hilla pilla


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004