nóvember 21, 2004

jólahvað...

Burrrr...það er byrjað að snjóa í Baunalandi...og maður er eiginlega að detta inn í jólagírinn! jólin jólin allstaðar... Julefroskost með bekknum okkar var haldið í gærkvöldi... verð að segja að "furðubekkurinn" okkar kom skemmtilega á óvart... hló allt kvöldið...plötuðum flesta að taka Brennivínsstaup og buðum upp á hangikjöt með:) ekki slæmt... Á boðstólum var matur frá öllum heimsálfum...og ég varð ekki fyrir vonbrigðum...svona kvöld sitja eftir í langan tíma....:) smakkaði samt eitthvað Aalborg snafs helv.... fjandi var það sterkt... logaði í munninum og alveg ofaní háls...:/ varð bara að taka í samlæti við einn bekkjarbróðir minn sem var í Tuborg jólaskyrtu... ekki hægt að neita svona mönnum...hey Steina, get ég átt von á þessu hos dig? hnjehnjehnje

Var boðið á frumsýningu á Galskab á föstudagskvöldið, mjög svo flott leikriti....skippaði Bridget Jones ofurstelpuleiðangri fyrir þetta líka skemmtilega stykki!! Allt reyndar á dönsku en náði svona megininnihaldinu;) skemmtilega upp sett og hugmyndin mjög góð enda íslenskt "yfirbragð" þar sem Egill Pálsson leikstjóri átti hlut að máli. Endaði allavega með banana í annarri hendi í miðjum gúmmíbát með stórt jólatré fyrir framan mig ásamt öllum hinum áhorfendunum!! mæli með þessu....

... sá nokkuð góða hugleiðingu hjá Veddaranum...
Do not try to be all things to everyone. Be content to be yourself to yourself
....þetta er eitthvað sem maður á að lesa oftar en einu sinni:)

jeessss.... Steina...bara 3 dagar:) vúhú
farin...bæ
Hildur





nóvember 12, 2004

drullusokkur

Bronshæðin er falleg og á henni situr hús sem er frekar látlaust en hefur lifað dagana tvenna. Hefur hýst líklega nokkrar kynslóðir af fólki og staðið vel undir væntingum.... Við stelpurnar erum allavega ekki að kvarta og njótum þess yfirleitt að vera heima í ullarsokkum með kertaljós og rauðvín..ekki slæmt;) Nema hvað... fannst mér ekki tilvalið að taka mig til og þrífa aðeins baðherbergið þar sem Anný vinkona Ebbu slebbu ætlaði nú að kíkja yfir helgina .... ekki verra að sýna fram á snyrtilegt baðherbergi:) Tek ég mig til og svúbba upp grænum gúmmíhönskum sátt að vera laus við að koma við fjandann sem ég ætlaði að ráðast í .....

Byrja rólega á vaskinum...ekkert vesen þar á ferð.... sulla svo einhverri klósettsápu um allt klósettið..og ætla að leyfa því að liggja þar aðeins í góðu yfirlæti.. stefni svo á baðið okkar....! Baðið er eins og hvert annað bað.... stórt og mikið sem er reyndar sérstakt hér í landi bauna...og við mjög sáttar með það:) byrja ég að úða hreinsefni um allt baðið....skrúbba og skrúbba, ekkert smá ánægð með lífið...sé svo þegar ég skrúfa frá vatninu að það á eitthvað erfitt með að svamla niður niðurfallið.... hvur fjandinn... einhver stífla eins og á það til að gerast með vaskinn....og nú komið í helv.. baðið??&3"6g(/5 djöfull.... þoli ekki stíflur.... !!! Fæ ég ekki allt í einu hugljómun... DRULLUSOKKURINN.... mundi ég ekki eftir að við áttum rykugan drullusokk undir vaskinum.... sem leit út eins og slökkvitæki... já... frekar spes drullusokkur þar á ferð...með svona hálfgerðri pumpu.... gríp ég ekki gripinn með fallegu grænu gúmmíhönskunum... smelli DRULLUSOKKNUM yfir niðurfallið ....og gríp í handfangið og byrja að pumpa!! Hugsa með mér: þetta er ekkert mál...af hverju var maður ekki búinn að gera þetta fyrr.... og þrýsti í sömu andrá niður handfanginu.... kom ekki þessi hrikalegu læti undan baðinu.... lengst neðan ég veit ekki hvaðan.... og sé ég ekki einhverja stóra klessu koma svífandi í átt til mín..... og gerir sér lítið fyrir og lendir beint á enninu á mér!!!!! Þarna var á ferðinni
svört hárlufsuklessa ....blönduð vatni, gömlu sjampói og hver veit hverju fleiru? langar eiginlega ekki að vita það!!!!... líklega hár frá fólkinu sem bjó hérna fyrir 30 árum..... ULLABJAKK...... þetta lyktaði illa.......

Þetta var sem sagt svaðilför dagsins.... pant ekki lenda í þessu aftur:/

Hilla drullusokkur.....

nóvember 09, 2004

en öl...

skítkalt í húsinu... 2 ofnar af 7 eru bilaðir.. burrrrrr það er kalt....svaf í sokkum í nótt....:/ táslurnar á mér eru alltaf kaldar en í svona kulda (sem verður meiri næstu vikur, sjitt) verða þær máttvana og bláar sem er ekki þægilegt né skemmtilegt á að líta...

moi og Ebba að reyna að gera drepleiðinlegt verkefni...skortir einbeitingu....

hvað gera menn þá?

.... opnum ískápinn og yljum okkur við BJÓR....

erum því að sötra...og rifja upp gömlu frímúraraböllin:) vorum þar í góðu yfirlæti án þess að vita af hvor annarri...
tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri..beygja arma rétta arma klappi klappi klapp.... nýjustu fréttir herma að söngvari jólabandsins sé enn að.... hann hlýtur að vera orðin alveg gráhærður núna...:)

skál

Hildur

nóvember 08, 2004

life is like a box of chocolate....

Sit og hlusta á gullmola... fór á tónleika með Söruh McLachlan um helgina og var vægast sagt í trans allan tímann! Var samt einhvern vegin ekki að átta mig á herlegheitunum fyrr en ég gekk út úr salnum... að ég hafi verið að hlusta á þessa yndislegu söngkonu live...:) Hef eytt ófáum stundum með hana á fóninum...jafnt á hamingju sem sorgardegi..liggjandi upp í rúmi í 9 fm herberginu mínu hos Flintos..eða bara hvar sem ég er niðurkomin..
this is a chocolate all right...

These are the days er nýr diskur frá hinum dönsku Saybia meðlimum.. eins og áður hefur komið fram þá skellti ég mér á tónleika með þeim fyrir stuttu....og vissi ekki alveg við hverju var að búast...en varð svo innilega ekki fyrir vonbrigðum.. keypti diskinn.. og upplifi þessa mögnuðu tónleika í huganum aftur og aftur... þessi rödd...uuhhhhmmmm

Fengum pylsusendingu hingað á Sparresholmvej...(tusund tak) og kvöldið var tileinkað því... íslenskar pylsur með öllu....og Friends í TV !! Höfðum einnig smá af helgarnammipokanum í eftirrétt...sem var keyptur í SLIK.. flottustu nammibúð sem ég hef augum litið! þar er sko hægt að missa sig... tveggja hæða nammibúð..úff púff...there you can find chocolate..

.

...eða hvað???

kys og kram
Hilla pill


nóvember 03, 2004

hej

Mr. Flint búinn að stoppa í smá pullustopp hjá Hillu sinni.... fékk þrista og gott knús.....jammí jamm

moi búin að kaupa miða til Steinu kleinu og Sölvester í lok nóvember:) hnje hnje hnje.... !!! Rocky are you gonna rumble?

Julefrokost með 1z okkar ástkæra bekk (sem er meira en lítið furðulegur....eða erum við bara furðulegar?? nnjjeee)....skil á verkefnum :/....og JÓLATIVOLI!! :)

Ebban búin að borða próteinríka flugu.... og labba á slökkvitæki....

Búnar að finna skrítinn garð.... þar sem tré eru skreytt með geisladiskum??? hvað er málið.....

moi að stefna á að melda mig í Hjálpræðisherinn....vågn op!!!

já....stikla á stóru til að byrja með..... allavega smá fréttir í bili...

hillan






..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004