júlí 26, 2004

Kveð í bili..

Hef ákveðið að taka smá pásu frá bloggi að sinni! Sé til hvernig stemningin verður þegar ég kem til Köben .... hafið það gott og lifið heil
 
Hil & dur

júlí 23, 2004

jess....

STJÖRNUSPÁ fyrir 23. júlí... gæti ekki verið betri:)

Stjörnumerkin skiptast á um að njóta lífsins lystisemda. Eftir tólf ára bið er röðin komin að þér að njóta lífsins. Góða skemmtun.
 
föstudagur
 
Helgin að renna í hlað og ekki slæm spá sem fylgir þessum degi og vonandi þá helginni líka og kannski bara næstu vikum:) Síðustu dagar hafa farið furðulega fram hjá mér.. búin að taka út veikindi sumarsins.. og svefn þar af leiðandi líka! Allavega hefur family Flint haft áhyggjur af því að ég sé formlega búin að leggjast í dvala... en nehey held nú síður, meira svona endurnýja batteríin...
 
Lítið að frétta þar sem "dvalinn" hefur verið við völd.... en jafnvel að það komi til frekari frétta að helginni liðinni:)
 
hola kiddós
Hil & dur
 
 
 
 
 

júlí 21, 2004

til hamingju með daginn Mr. Flint....

Pabbi har födselsdag og de har han ja og de er i dag...  Til hammó með ammó elsku pápi...

Hillapilla

 

júlí 20, 2004

Nenniði að kvitta....

Langar að benda á et stykke gestabók hérna til hægri... alltaf gaman að heyra frá þeim sem eru að skoða.... 
 
hilsen
Hil & dur

júlí 19, 2004

Mig langar í lítinn bát......

Hversu gaman er að þeysast um á bát í svona líka frábæru veðri eins og var um helgina!!! Er allavega orðin húkkt og mun nýta mér þau tækifæri sem bjóðast að hendast um á sænum. Þetta kalla ég að fá útrás! takk fyrir mig ;)Er þó mikið að spá í að hanna svona slefhulsur... sem grípa nánast allt í fljótandi formi sem þeysist frá manni á þessum ofsahraða... ætli það sé hægt að fá einkaleyfi?? allavega... datt í sjóinn....missti skóinn og úti eru ævintýrin...

Græna paddan a.k.a pippi... er orðinn hreinn og fínn! hann var farinn að kvarta ískyggilega mikið undan Corny bréfum (umbúðum) og rykkornum....greyið var orðinn mjög vanræktur eftir að hafa farið þessa líka svaðilför í byrjun sumarssins!! en nú stefnir í betri tíma og jafnvel heilsuferð í Hveragerði....

ps. Eldsmiðjupizzur eru bara nokk góðar...

hillan kveður

júlí 15, 2004

Hóst hóst..

- kvebbari -
Hver nennir að vera veikur á sumrin? er búin að vera "slappur" alla vikuna... hálsbólga og kvef sem ætlar greinilega ekki að yfirgefa svæðið:( ég sem er á leiðinni á Hárið í kvöld með Rocky og læt ekki hóst hóst aftra mér þeirri leikhúsferð!

Fimmtudagur í dag Spiderman 2 í gær og helgin framundan með öllu tilheyrandi:) Die deauthce überklassefreunde fest von Stuttgart und Heidelberg verður haldin og ég get sagt að þar verði glaumur og gleði;) .... eins gott að setja sig í startholurnar

- stjörnuspá -
Það er eitthvað eirðarleysi í þér í dag. Þú færð spennandi hugmyndir sem þú ættir að deila með öðrum. Þig þyrstir í tilbreytingu.
.... já, nokkuð til í þessu!

- face the target -
Þrjóskan ætlar að fara að láta undan þunga forvitninnar.... golfvellir bæjarins mega fara að vara sig og jafnvel fólkið líka! jebb.. nú er bara málið að skella pokanum á öxlina og læra að spila almennilega með bros á vör og jafnvel líka með smá þolinmæði! þetta tekur víst lengri tíma heldur en eitt, tvö skitti... heheheh ok ma tek þetta með teskeiðinni!
....er verið að tala um þessa spennandi hugmynd í spá dagsins?

oink oink
Hilla pill

júlí 14, 2004

Brullaup á næsta leiti...

Fann þetta merkilega "apparat" í gegnum siðu veddarans og ekki slæm útkoma þarna:)



You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (14 choices now!!)
brought to you by Quizilla

....hhuummm

hil&dur

Sólarströnd... lime in the coconut...

Sit hérna við tölvuna.. með ansi fá verkefni til að eyða tímanum með. Fer að velta fyrir mér hvað í fjandanum ég geti gert af mér en fer í staðinn að láta mig dreyma um að komast í ferð á sólarströnd ... þó það væri nú ekki nema bara í nokkra daga! smá sól, hiti og happyhour... veit ég get átt von á happyhour í Danaveldi.. en sól og hiti er kannski ekki eins fyrirsjáanlegur! held nú samt að við slebba fáum nú gott veður fram á haust allavega pant pant.. ekki nema einhver vilji bjóða mér í sól núna???? endilega leggið þá orð í belg:)

Ætla að fá myndavélina hjá flintinu lánaða og smella nokkrum á næstunni til að hita upp þessa myndasíðu! :) promise promise mine lille venner...

Góðar fréttir úr golfheiminum sem ég lifi nú víst og hrærist í án þess að hafa neitt um það að segja! ma the majorflint varð meistari í sínum flokki í gær og svo varð svæsi the minorflint í þriðja sæti..pa the majorflint á víst að hefja leik í dag... thinking good thoughts:) spurning um einbeitingu!! hva, segiði.. dræfuðu þið 200m og sulluðu þið essu í? þetta er allavega umræðuefni Family flint nánast alla daga og ég sit eins og hellisbúi við hlustir! ok..ok.. fer að smitast:)

jæja.. búin að gorta mig af flintinu.. enda nettur pakki þar á ferð:)

Hilsan kveður..

oink oink

júlí 08, 2004

MYNDIR... SEM KOMA BRÁÐUM:)

jæja... búin að setja link inn á myndasíðu.. en engar myndir enn sem komið er! fer í það mál þegar ég er ekki í vinnunni..

júlí 07, 2004

Gestabók

Komin með gestabók og þið þarna "gestir" megið með ánægju segja mér fréttir af ykkur;)

júlí 06, 2004

crazy in the coco

Fann þetta á síðunni hennar Guddu.. held að sumir séu alveg að missa það allavega þessi vitleysingur Þeir sem misstu af úrslitaleiknum á sunnudaginn... þá hljóp þessi gaur inn á völlinn og tja...skoraði með sjálfum sé, probably old news kiddós en nokkuð fyndin síða samt.. gott að fólk getur skemmt sér:) það er fyrir öllu..

júlí 05, 2004

Metallica

Svitabaðið blasti við mér þegar ég tók smá rúnt upp að Egilshöll í borg óttans Grafarvogi.. ákvað að kíkja aðeins þar sem moms og pops ákváðu að tölta þarna uppeftir og leggja við hlustir af golfvellinum og hringdu með skipunartón að það væri nú skylda að mæta þó það væri ekki nema bara standa fyrir utan og hlusta:) enda fór það þannig að húsið var opnað og það var hægt að grípa síðasta tónaflóðið beint í æð af hliðarsvölunum... sá fínt upp á svið og heyrði bestu lögin... gat ekki verið betra;) svæsi bró var í fremstu víglínu slammandi af sér hausinn.. held hann sé svífandi um á bleiku skýi.. enda mikill gítarsnillingur og Metalica aðdáandi:) það er held ég staðfest hér með að næstu.. hvað á ég að segja 4-5 vikurnar eða alveg þangað til ég held af landi brott mun lilli bró botna magnarann og stæla þessa líka merku hljómsveit.. alltaf gaman að sofna með tóna Metallica við eyru

Helgin tekin rólega ... lærði baccamon... eða hvernig sem það er nú skrifað! fjandi skemmtilegt spil... eitt af þeim spilum sem maður horfði á og skyldi engan veginn hvernig þetta gæti verið skemmtilegt.. en Rocky tók mig sem lærling og nú er ég formlegur baccamon spilari:) hver þorir??

hey.. spis nu... farin í mat..

hilla pilla




júlí 02, 2004

lukkunnar pamfíll

2.værelse lejlighed..

Nú er okkur létt.... moi og slebban erum komnar með það staðfest að við fáum íbúð á vegum skólans í kóngsins Kaupmannahöfn. Þó er heimilisfangið ekki komið á hreint en við höfum lagt inn formlega beiðni þess að vera í göngufjarlægð við skólann því tja... hann er nú líka á besta stað og þá er ekki verra að vera með íbúðina á besta stað. Umslag mun berast innan tíðar með undurfagra nýja heimilsfanginu... krossum putta... eins og svo oft áður:)

Fyrsta helgin í júlí

Fyrsta helgin í júlí er í startholunum og margir á leið út úr bænum... ekki ætla ég að taka þetta eins bókstaflega og sumir en stefni á eitt stykki sundferð í Hveragerði að loknum vinnudegi, einn hakkíleikur tekinn og svo kíkt til Guddu minnar í kvöld. Þar verður fríður hópur samankominn og ekki hægt að missa af slíkri samkomu....Þá sjaldan að maður lyftir sér upp..

Sumarið fyrir mér er hálfnað hversu fáránlegt sem það hljómar... rúmar 6 vikur þangað til ég yfirgef klakann og er eiginlega meira en ready að hlammast upp í flugvél og lifa nokkra mánuði í Kaupmannahöfn sérstaklega þegar íbúðarmálin og skólamálin virðast vera í höfn.

góða helgi ...

ding dong dei
Hil og dur


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004