júní 29, 2004

hárið

Nú er verið að sýna söngleikinn Hárið og ég verð nú að segja að mig langar óendanlega mikið. Man þegar þetta var sýnt fyrir "örfáum" árum og ég steig mína frumraun í að fara ein í leikhús með Sigrúnu vinkonu minni úr götunni.
Fyndið hvað sumar minningar geta verið pikkfastar í hausnum á manni, ég man meira að segja hvar ég sat í Óperunni..líklega verstu sætin í húsinu og sérstaklega fyrir eina sem var ekki í hærri kantinum. Það skipti samt engu máli því ég man ekkert nema það að ég var í sæluvímu og líklega með massa harðsperrur í hálsinum því ég þurfti að gæjast upp fyrir manninn fyrir framan mig til að sjá. Greinilegt að þetta skipti ekki miklu því ég tók upp lögin á kassettu... smellti í hvíta litla kassettutækið og gólaði eins og vitleysingur..
allavega, þá er ég greinilega eitthvað spennt fyrir að fara og sjá þetta stykki enda heyrði ég eitt lagið hérna í mekka Orkuveituhússins og leist bara vel á:) held ég fjárfesti frekar samt í geisladisk í þetta skiptið.

Spilaði scrabble í gær fram á kvöld... fyndið hvað ég er léleg í svona spilum.. þarf að fara að æfa mig að leysa krossgátur svo ég geti unnið Rocky;) metnaðurinn í spilameðlimum var ógurlegur sem þýðir bara eitt ég þarf að herða mig og taka leynilegar æfingar..jafnvel slá á þráðinn til Hönnu Mæju!
...hey... hver getur sagt mér hvort hýsun sé íslenskt orð??

ps. mig langar í crunch... með engri karmellu... :)

farin að fá mér að spise

hil og dur

júní 25, 2004

hver trúir á stjörnurnar?

Stjörnuspá
25.06.2004

Þú ert að velta fyrir þér stórum spurningum um lífið og tilveruna í dag. Framtíðardraumar þínir eru þér ofarlega í huga og því horfirðu raunsæjum augum á alla möguleika.


... skondið

25.06.2004

Skrítið veður í dag. Ég mætti kappklædd í vinnuna og mér fannst eitthvað voðalega haustlegt úti. Hvað eru veðurguðirnir að spá? ég sem hélt að nú væru breyttir tímar og að jafnvel ferðamenn færu að boða komu sína hingað í sólina:)

Pantaði flugmiða í gær til Köben, ferðin mun hefjast 17. ágúst bright and early:) moi og Slefan erum búnar að sjá þetta fyrir okkur svona milljón sinnum og erum núna bara að bíða eftir svari frá Fasanhuset þar sem stúdentaíbúðir eru til leigu.. krossa putta takk:) kannski ekki alveg rétt forgangsröð.. flugmiði...húsnæði..tja.. þetta reddast, á maður ekki að vera bara ligeglad med det hele?

Er að fara á Fame í kvöld með Flintinu mínus samt moms og pops? hvað er það? á sem sagt að eiga rómantíska kvöldstund og henda minorflints út? ææi, þau eiga það skilið enda prýðisfólk þar á ferð. Þetta er víst hin besta sýning og sérstaklega þar sem mín ástkæra Ásta er að dansa og þá er nú ekki hægt að eiga von á öðru en skemmtun:)

Afmælisbarn vikunnar er Eva Lillý a.k.a Slefan...eða ef farið er ofan í saumana... Tævan:) en ekki meint þannig gott fólk...meira svona "orðaatiltæki" að hætti fiskó.
Evan er sem sagt afmælisbarn og hvet ég alla til að syngja hástöfum í þessum töluðu orðin.. ps. geðveikt fín stelpa þannig að ekkert skammast ykkar þó þið þekkið hana ekki:)
Eva mín, lime-id er í enduskoðun og lítur mjög vel út:)

vonandi eigið þið góða helgi,
Hil&dur kveður


júní 18, 2004

hæ hó jibbý jey...

Gleðilegan 17. júní þó fyrr hefði verið:)
frábært veður... aðeins of mikið rok en maður sættir sig við það þegar hann helst þurr á þessum góða degi. Fór á röltið í miðbænum og sleikti sólina í skjólinu á Vegamótsportinu. Svona stemning er ekki af verri endanum.. þar sem allir rölta og njóta lífsins í rólegheitum með lifandi tónlistina beint í æð.

Finnst það vera mánudagur... en nneehei..föstudagur it is og helgin framundan með vonandi góðu veðri svo maður geti nú gert eitthvað sniðugt af sér?? Ekki slæmt að vera dekurdýr sem sleppir við að vinna um helgar.. ;)

Fór að sjá Konunglegt bros og Karmellumyndina í Bæjarbíói á þriðjudaginn.. Þetta bíóhús er í gamla bænum í Hafnarfirðinum. Þvílík stemning að koma og horfa á mynd í svona sal... þó stólarnir hafi nú verið örlítið of harðir fyrir minn helköttaða ..:/ en þá var þetta skemmtilegt og myndirnar ekki af verri endanum;) Rocky snilli tilli að fara með stórleik og mæli ég hér með þessari svona líka brill mynd:) svo sáum við stuttmyndina Karmellumyndin sem er ekkert smá vel og skemmtilega gerð enda fékk hún verðlaun ekki alls fyrir löngu. Sniðugar myndir þarna á ferðinni sem svíkja engann...

góða helgi góðir hálsar allavega panta ég eina slíka..

Hillapill







júní 16, 2004

Myndaflipp...

Brynja vinkona var svo obbó dugleg að setja inn myndir úr afmælinu hennar Svansýar... hérna kemur linkur sem vonandi heppnast...

ammælismyndir

hilsen
Hillan

júní 15, 2004

VÚHÚ :)

linkalistinn er kominn... nú er mín ánægð..... fyrir utan að ég henti previous post einhvert þarna niður...heheheh jæja það reddast;)

oink oink
Hildisvin

júní 14, 2004

Linkalisti!!

jæja.. er ekki að gera alveg nógu góða hluti hérna:( kann ekki að búa til linkalista! getur einhver kennt mér...?? snurf snurf

Hilla tölvunjóli

Ég þoli ekki mánudag... skánar strax við þriðjudag..

jájá.. ég veit! en ég meina hver fílaði ekki Stjórnina á sínum tíma og í þokkabót get ég stært mig að því að hafa gengið í snjóþvegnum gallabuxum sérstaklega valdar í Miklagarði;)

:...Sarah Mclachlan...:
Samt góður dagur í vændum og líklega bara ágætisvika.. hakkísakk mannamót á næsta leiti... klipping... 17.júní...jafnvel miði keyptur á tónleika í Köben með Söruh Mclachlan..Það verður snilldar upplifun.. enda er hún listamaður mikill.. og hátt skrifuð hjá Hillunni...

Helgin var góð, skellti mér á Troy á föstudagskvöldið. Bloomin eins og kelling í alla staði..en samt flottir kroppar, pitturinn bjargaði þessu þegar hann tók Zoolanderinn á þetta.;) varð samt fyrir vonbrigðum.. en fínt gaman:)
Tók veislurúnt á laugardaginn... Sigga ligga og Ásta tásstla útskrifaðuðust með pompi og prakt á laugardaginn, líst vel á ykkur skvísur.. og ps. Sigga! Hilla sælkeri með meiru pantar að fá uppskrift að fransösishen kökunni og hinu bananaflippinu..;)
Eftir þessi góðu heimboð skellti ég mér í enn eitt heimboðið til hennar Svansýar en í þetta sinn var það frábært afmælisteiti í nýjum heimakynnum hennar og Gumma þar sem ég get nú alveg sagt að þau eru búin að koma sér frábærlega fyrir. Þar voru nokkrar krúsir tæmdar.. spjallað.. og dansað þar sem afmælisskvísan fór fremst í flokki..;) tókum svo á rás seint og síðarmeir niður í byen með Sigurjón ofurtaxabílstjóra undir stýrinu, dansinn tekinn með góðum tónum frá Sanasólinu. Ekki slæmt, alls ekki slæmur dagur þessi..

kannski ekki svo slæmur mánudagur eftir allt saman...

hilsen Hildenskilden

júní 10, 2004

Pant fá mér hjól

Nú er ekki slæmt að búa á Íslandi! Hitinn fer hækkandi sem er svvooo jákvætt og fær mann til þess að vaka langt fram á kvöld, það er bara tilgangslaust að sofa... er farin að íhuga að fjárfesta í einu stykki hjóli.. ekki slæmt að taka góðan hjólatúr og leyfa Rögnu sys að "teika"...á línuskautunum í svona veðri;) Jafnvel að maður fari að taka hina fjölskyldumeðlimi Family Flint til fyrirmyndar og dragi fram golfkylfuna?? það hlýtur að vera eitthvað við þetta þegar þessir flintarar hanga á þessum blessuðu golfvöllum frá morgni til kvölds...?? Hvað er samt svona spennandi við þetta?? ok.. verð greinilega bara að hella mér út í þetta og slaka á pirringnum ef þetta tekst ekki í fyrstu tilraun..lofa..heheheh;)

Fyndið hvað maður umturnast þegar það kemur sólarglæta hérna á þessu blessaða skeri þá loksins lifnar yfir skrílnum... sorglegt hvað veturinn dregur úr manni... en þá er líka eins gott að nýta tímann vel ... og tja... fara svo bara til Köben og halda áfram að sleikja sólina... heheheh

Hafið það gott í sólinni smjattpattar...
Hillan





júní 09, 2004

sanaSÓL

Þó klukkan sé ekki nema um 11 þá get ég varla beðið eftir að komast úr vinnunni því veðrið úti er snilldin einar... er samt mikið að velta fyrir mér að skreppa heim í hádeginu og hlammast út á pall og gæða mér á ljúffengum hádegismat... sem ég veit ekki enn hver verður..? jafnvel eitt stykki epli og eplasvali... jafnvel aspasstykki ... tja þá sjaldan eins og sumir myndu segja;)
Nú stendur skipulagningin fyrir köben sem hæst... moi og Slevan erum allavega með alla anga úti að reyna að finna okkur íbúð þannig að þið þarna sem rambið inn á síðuna mína og vita um eitt stykki íbúð í central Köbenhavn frá 1.sept og líklega fram í byrjun jan..... þá já takk;)
Er farin að láta mig dreyma um ölkrús á Nyhavn... hjólaferðir... og bara allt... ekki slæmt það;) nú er ég kýld í magann fyrir að segja þetta.. en ég meina.. komið bara í heimsókn litlu lúðar...það er skylda að fá einhvern í heimsókn til okkar:)

off for now..

Hildegaard von Stuttgart auch Konstanz-Heidelberg
blee

júní 08, 2004

Sjæsen McFræsen

Þokkalega, djísus bobby.. er maður ekki ferskleikinn uppmálaður! svaf lítið:/ vaknaði snemma og ekki er mikið að gera í vinnunni... kannast einhver við þetta?? þetta er góð uppskrift að leti...

Góður dagur í gær... skrapp til ömmu og afa í mat eftir vinnu .. og endaði á spjalli í heillengi um daginn og veginn;) luv ja grams og tak for mig..

Rocky flogin á vit ævintýranna...heheh.. kemur reyndar aftur seinni partinn og hver veit nema ég fái að sjá kroppalinginn?! Þið sem ekki vitið þá er hún litla mín (get samt kannski ekki sagt litla mín en ég máur það!!) orðin formleg fluffa.. og flýgur yfir heimsins höf í allt sumar.. ekki leiðinlegt það;)


Svanhildur vinkona á afmæli í dag... já, koma svo.. syngja takk;) ég segi allavega .. TIL HAMINGJU SVANSÝ..koss og knús

farin... að gera eitthvað af mér hérna..jí let mí thínk...
Hil og dur

júní 07, 2004

Of stórar sundhettur? hvað er það?

Góð helgi úr garði gengin... báðir dagarnir teknir með látum og mikil stemning ríkti ...lime birgðir kláruðust en hafist verður handa við að koma birgðum í rétt horf fyrir komandi helgi!
Í tilefni þess að sólin skein þá skellti ég mér í Bláa Lónið í dag! náði mér í nokkrar aukafreknur sem koma að góðum notum.. hhuummm ??? veit ekki með það en samt alltaf gaman að liggja í leti og njóta veðursins á svona góðum frídegi;) Nema hvað að það var endalaust af útlendingum sem svo sem við mátti búast! Það var samt soldið skemmtilegt að sjá Austurlenskar krúttulegar konur í massaflottum sundbolum allar makaðar leir í framan og með svona 5 númerum og stórar sundhettur... hvað er það?? ekki get ég séð að það sé mikið hægt að nýta sér of stóra sundhettu.. hvaða gagn gerir það?? þetta er eitthvað austurlenskt þema sem tja.. jafnvel mun festa rótum hér á landi?? sometime maybe... ég meina allt getur gerst!!
Talandi um hvað mannfólkið er merkilegt og svona líka mismunandi eftir heimsálfum og löndum.... þá hhuummm gat ég hæglega mælt út hvaða konur voru þýskar.....en hvernig er það?? erum við mæld svona út þegar við mætum í rúllukragasundbol með níþrönga sundhettu þannig að augun skjótast nánast út.. og ennið verður eins og það sé 30 árum eldra heldur en hinir líkamshlutarnir?? og hvað þá þegar við smellum upp Speedo sundgleraugunum í þokkabót... ! Talandi um að sjá ekki gallana í sjálfum sér.....

ps. á einn rúllukragasundbol sem selst á góðum díl...

Hillan kveður...

júní 04, 2004

Jumping, jumping... jumping like a monkey

þetta lag hljómaði á leið í vinnuna í morgun... svona lög er skylda að spila til að lífga upp á tilveruna:) Föstudagur genginn í garð og tja, kannski maður lyfti sér upp á góðu föstudagskvöldi með cool and the gang? ekki slæmt það!! var einmitt að ræða það við Rocky að jafnvel gerast bloggnörd á föstudagskvöldi?? hanna myndalink og fleira eennn hhuumm nnjjeee held ekki... lime in the coconut hljómar betur!
The monkey is off..for now..

júní 03, 2004

Wilkommen í Hilluheim....

jæja... best að gerast bloggari... þetta er stutt og laggott í þetta skiptið en sjáum hvernig fer... jafnvel að maður skrifi nokkrar línur um daginn og veginn?? ekki slæmt ekki slæmt:) sérstaklega þar sem maður er að fara til Kóngsins... Kaupmannahafnar.. þá þýðir nú ekki annað en að byrja að æfa sig að skrifa ... shit happens

Hil og dur kveðja í bili


..að tékka á lime-inu
  • rokkarinn
  • ása
  • ásta
  • katrin
  • arnita
  • guðrún birna
  • waldilein
  • veddarinn
  • lísa
  • erla dögg
  • brynjan
  • svæsi bró
  • ragna sys
  • gummi
  • telma
  • tannálfurinn
  • fjallamjólkin
  • valli
  • kári president of the lesbian
  • raggi
  • árni.hamstur
  • sveninn
  • stebbinn
  • balenoinn
  • tigurinn
  • nett
  • leikir
  • batman
  • mbl
  • kvitta hér
  • júní 2004
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004